Lagið heitir Verum Samfó sem flutt er af þeim Birgi, betur þekktur sem Biggi Veira úr rafsveitinni GusGus, og Gunnari, sem alla jafna er kallaður Dr. Gunni. Texti lagsins er eftir Hallgrím og er laginu sagt ætlað „að fá fólk til að kjósa Samfylkinguna -XS- og er sérstaklega hannaði [sic] til að höfða til jaðarsettra kjósenda og þeirra sem eru enn á báðum áttum.“
Í laginu er sungið um forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson, peningana hans, nýja stjórnarskrá, feminisma og hina sænsku volvo-vél sem Samfylkingin telur sig vera.
Engu er til sparað í gagnrýni á forsætisráðherrann og flokk hans, Sjálfstæðisflokkinn, í laginu eins og sjá má af línunum:
Falson/Wintris/Andersen/og alla frændur Bjarna Ben
og
Segðu bless við Panama!/Uppreist æru, banana!/Lagaklæki leynimakk!/Skattaparadísarpakk!
Lagið má heyra hér að neðan.