Sara Björk og Freyr völdu bæði danska stelpu sem þá bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder fagna saman þýska bikarmeistaratitlinum síðasta vor. Sara er með bikarinn en Harder er lengst til vinstri. Vísir/Getty Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira