Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Í Þrastalundi er áfengri vöru stillt upp með matvöru. vísir/sveinn Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00