Eyjamenn óöruggir eftir fréttir af Herjólfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2017 06:00 Herjólfur sést hér í höfn í Vestmannaeyjum. Skipið getur ekki siglt á fullum krafti þessa dagana. vísir/stefán „Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30