Hinn „tékkneski Trump“ sigurvegari þingkosninganna þar í landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2017 22:25 Andrej Babis er ótvíræður sigurvegari þingkosninganna í Tékklandi Vísir/Getty Milljarðamæringurinn Andrej Babis og flokkur hans er sigurvegari þingkosninganna í Tékklandi sem haldnar voru um helgina. Honum hefur verið líkt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flokkur Babis, sem lagði áherslu á baráttu gegn spillingu og andstöðu við Evrópusambandið vann risasigur, hlaut 29,7 prósent atkvæða og 78 þingsæti af 200. Athygli vekur að Píratar unnu einnig kosningasigur í þingkosningunum með 10,8 prósent atkvæða og 22 þingsæti. Píratar hafa ekki áður setið á þingi í Tékklandi. Talið er líklegt að erfitt muni reynast að mynda stjórn í Tékklandi eftir kosningarnar, alls munu níu flokkar taka sæti á þingi. Hafa flestir þeirra tekið fálega í samstarf með Babis.Í frétt AFP segir að rekja megi kosningasigur Babis til þess að Tékkar telji sig hlunnfarna miðað við nágrannalönd þeirra í Evrópu. Margir Tékkar þurfi að sætta sig við lág laun og langan vinnutíma. Því hafi þeir leitað til flokka sem spilað hafi inn á andstöðu við ESB. Babis er sagður vera popúlisti í ætt við Donald Trump, en líkt og forseti Bandaríkjanna er Babis milljarðamæringur. Hefur hann hagnast vel á matvælaframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Babis er fjármálaráðherra í núverandi samsteypustjórn flokks hans, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna sem hlutu fimmtán og tíu þingsæti. Ríkisstjórnin hélt naumlega velli með 103 þingsæti samtals en 101 þingmann þarf til þess að ná meirihluta. Formaður Jafnaðarmanna hefur þó sagt að ólíklegt sé að stjórnin muni halda áfram, til þess sé meirihlutinn of naumur. Líklegt er því talið að Babis muni freista þess að mynda nýja ríkisstjórn. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Milljarðamæringurinn Andrej Babis og flokkur hans er sigurvegari þingkosninganna í Tékklandi sem haldnar voru um helgina. Honum hefur verið líkt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flokkur Babis, sem lagði áherslu á baráttu gegn spillingu og andstöðu við Evrópusambandið vann risasigur, hlaut 29,7 prósent atkvæða og 78 þingsæti af 200. Athygli vekur að Píratar unnu einnig kosningasigur í þingkosningunum með 10,8 prósent atkvæða og 22 þingsæti. Píratar hafa ekki áður setið á þingi í Tékklandi. Talið er líklegt að erfitt muni reynast að mynda stjórn í Tékklandi eftir kosningarnar, alls munu níu flokkar taka sæti á þingi. Hafa flestir þeirra tekið fálega í samstarf með Babis.Í frétt AFP segir að rekja megi kosningasigur Babis til þess að Tékkar telji sig hlunnfarna miðað við nágrannalönd þeirra í Evrópu. Margir Tékkar þurfi að sætta sig við lág laun og langan vinnutíma. Því hafi þeir leitað til flokka sem spilað hafi inn á andstöðu við ESB. Babis er sagður vera popúlisti í ætt við Donald Trump, en líkt og forseti Bandaríkjanna er Babis milljarðamæringur. Hefur hann hagnast vel á matvælaframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Babis er fjármálaráðherra í núverandi samsteypustjórn flokks hans, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna sem hlutu fimmtán og tíu þingsæti. Ríkisstjórnin hélt naumlega velli með 103 þingsæti samtals en 101 þingmann þarf til þess að ná meirihluta. Formaður Jafnaðarmanna hefur þó sagt að ólíklegt sé að stjórnin muni halda áfram, til þess sé meirihlutinn of naumur. Líklegt er því talið að Babis muni freista þess að mynda nýja ríkisstjórn.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira