Umfjöllun: Fjölnir - Grótta 22-22 | Dramatík í Grafarvogi Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2017 19:30 Fjölnir bjargaði stigi í kvöld. vísir/eyþór Fjölnir og Grótta skildu jöfn, 22-22, í botnslag í Olís-deild kvenna, en liðin bæði voru án sigurs fyrir leikinn og verða það áfram. Lokamínúturnar voru rosalegar. Fjölnisstúlkur byrjuðu mun betur og sóknarleikur Gróttu var skelfilegur. Á meðan Fjölnir lét boltann fljóta vel í sínum sóknarleik og fundu góð færi þá var sóknarleikur Gróttu skelfilega tilviljunarkenndur og slakur. Gestirnir af Seltjarnanesi voru bara búnar að skora tvö mörk eftir fimmtán mínútur, en þá ákvað Unnur Ómarsdóttir að fara draga vagninn. Hún skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á næstu mínútum og skyndilega staðan orðin 8-7. Þegar blásið var svo til hálfleiks höfðu gestirnir jafnað metin í 9-9 þrátt fyrir að hafa spilað einungis tólf mínútur góðar í fyrri hálfleik. Það var því allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og náði 5-1 kafla áður en Arnór, þjálfari Fjölnis, tók leikhlé. Grótta leiddi, en Fjölnir var alltaf í seilingarfjarlægð og minnkuðu meðal annars muninn í eitt mark, 18-17, þegar sjö mínutur voru eftir af leiknum. Lokaspretturinn var ævintýralegur. Grótta virtist vera búið að vinna leikinn, en gestirnir leiddu með þremur mörkum 22-19 þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Fjölnir hætti ekki og Andrea Jacobsen jafnaði metin í þann mund sem flautan gall. Frábært hjá Fjölni, en aftur á móti skelfilegt hjá Gróttu sem gerði skelfilega úr því sem komið var. Lokatölur 22-22.Afhverju gerðu liðin jafntefli? Eftir afar brösuga byrjun og einungis tvö mörk skoruð fyrstu fimtán mínúturnar þá virtist Grótta ætla að leggja burt úr Dalhúsum með stigin tvö, en ótrúlegur lokasprettur Fjölnisstúlkna gerði það að verkum að liðin fara í fríið með sitthvort stigið.Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir dró Gróttu-liðið áfram á ögurstundu í fyrri hálfleik. Selma Jóhannsdóttir átti frábæran leik í marki Gróttu. Hún varði vel á annan tug skota og mörg úr dauðafærum. Í liði Fjölnis átti Andrae Jacobsen góðan leik, en hún spilaði liðsfélaga sína afar vel uppi. Hún hefði þó ef til vill mátt skjóta meira á markið, en vel gert þó að spila boltanum og fá betri færi.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu fyrsta stundarfjórðunginn eða svo var algjörlega hræðilegur, en eftir það tók við sóknarleikur Fjölnis sem var hræðilegur. Fjölnir skoruðu einugis tvö mörk á tæplega fimmtán mínútna kafla; síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu sjö í þeim síðari. Einnig gekk Gróttu illa að halda forystunni sem þær höfðu unnið sér inn í lokin, en hvernig þær glutruðu boltanum frá sér trekk í trekk var í raun ævintýralegt.Hvað gerist næst? Fjölnisstúlkna bíður ærið verkefni þegar þær heimsækja Stjörnuna heim, en nýliðarnir eru enn í leit að sínum fyrsta sigri þetta tímabilið eins og Grótta. Á sama tíma fær Grótta Selfoss í heimsókn á Seltjarnanesið, en þessir leikir fara fram 4. nóvember. Olís-deild kvenna
Fjölnir og Grótta skildu jöfn, 22-22, í botnslag í Olís-deild kvenna, en liðin bæði voru án sigurs fyrir leikinn og verða það áfram. Lokamínúturnar voru rosalegar. Fjölnisstúlkur byrjuðu mun betur og sóknarleikur Gróttu var skelfilegur. Á meðan Fjölnir lét boltann fljóta vel í sínum sóknarleik og fundu góð færi þá var sóknarleikur Gróttu skelfilega tilviljunarkenndur og slakur. Gestirnir af Seltjarnanesi voru bara búnar að skora tvö mörk eftir fimmtán mínútur, en þá ákvað Unnur Ómarsdóttir að fara draga vagninn. Hún skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á næstu mínútum og skyndilega staðan orðin 8-7. Þegar blásið var svo til hálfleiks höfðu gestirnir jafnað metin í 9-9 þrátt fyrir að hafa spilað einungis tólf mínútur góðar í fyrri hálfleik. Það var því allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og náði 5-1 kafla áður en Arnór, þjálfari Fjölnis, tók leikhlé. Grótta leiddi, en Fjölnir var alltaf í seilingarfjarlægð og minnkuðu meðal annars muninn í eitt mark, 18-17, þegar sjö mínutur voru eftir af leiknum. Lokaspretturinn var ævintýralegur. Grótta virtist vera búið að vinna leikinn, en gestirnir leiddu með þremur mörkum 22-19 þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Fjölnir hætti ekki og Andrea Jacobsen jafnaði metin í þann mund sem flautan gall. Frábært hjá Fjölni, en aftur á móti skelfilegt hjá Gróttu sem gerði skelfilega úr því sem komið var. Lokatölur 22-22.Afhverju gerðu liðin jafntefli? Eftir afar brösuga byrjun og einungis tvö mörk skoruð fyrstu fimtán mínúturnar þá virtist Grótta ætla að leggja burt úr Dalhúsum með stigin tvö, en ótrúlegur lokasprettur Fjölnisstúlkna gerði það að verkum að liðin fara í fríið með sitthvort stigið.Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir dró Gróttu-liðið áfram á ögurstundu í fyrri hálfleik. Selma Jóhannsdóttir átti frábæran leik í marki Gróttu. Hún varði vel á annan tug skota og mörg úr dauðafærum. Í liði Fjölnis átti Andrae Jacobsen góðan leik, en hún spilaði liðsfélaga sína afar vel uppi. Hún hefði þó ef til vill mátt skjóta meira á markið, en vel gert þó að spila boltanum og fá betri færi.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu fyrsta stundarfjórðunginn eða svo var algjörlega hræðilegur, en eftir það tók við sóknarleikur Fjölnis sem var hræðilegur. Fjölnir skoruðu einugis tvö mörk á tæplega fimmtán mínútna kafla; síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu sjö í þeim síðari. Einnig gekk Gróttu illa að halda forystunni sem þær höfðu unnið sér inn í lokin, en hvernig þær glutruðu boltanum frá sér trekk í trekk var í raun ævintýralegt.Hvað gerist næst? Fjölnisstúlkna bíður ærið verkefni þegar þær heimsækja Stjörnuna heim, en nýliðarnir eru enn í leit að sínum fyrsta sigri þetta tímabilið eins og Grótta. Á sama tíma fær Grótta Selfoss í heimsókn á Seltjarnanesið, en þessir leikir fara fram 4. nóvember.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti