Skotsilfur Markaðarins: Þögn WOW air Ritstjórn Markaðarins skrifar 20. október 2017 11:30 Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira