Innlent

Forsíða Stundarinnar svört

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forsíða segir meira en þúsund orð.
Forsíða segir meira en þúsund orð. Stundin
Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. Í stað þess að hana prýði stærðarinnar mynd af umfjöllunarefni blaðsins hafa verið dregin þykk penslastrik yfir alla forsíðuna, að frátöldum hausnum.

Ætla má að þetta sé vísun til lögbannsins á umfjöllun Stundarinnar um viðskipti forsætisráðherra fyrir fall bankanna árið 2008. Umfjöllunina vann blaðið upp úr gögnum frá hinum fallna Glitni og fór eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo þess á leit við Sýslumanninn í Reykjavík að frekari umfjöllun yrði bönnuð til að tryggja hagsmuni „þúsunda fyrrverandi viðskiptavina bankans.“

Sjá einnig: Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins svo að forðast mætti skaðabótakröfur.

Lögbannið hefur sætt harðri gagnrýni og hafa félagasamtök á borð við Blaðamannafélag Íslands, sem og fjöldi þingmanna, farið fram á því verði hnekkt.

Forsíðu Stundarinnar má sjá hér að neðan.

Forsíða Stundarinnar í dag.Stundin

Tengdar fréttir

Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga.

Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm

Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×