John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 10:34 John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2. Kári Schram John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld. Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld.
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00