Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2017 19:15 Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent