Eyjakonur með ellefu marka sigur í Eyjum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 20:26 Ester Óskarsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld. Vísir/Ernir ÍBV vann ellefu marka sigur á Fjölni í áttundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Þetta var þriðji heimasigur ÍBV-liðsins í röð og liðið nálgaðist topplið Vals sem tapaði stigi á heimavelli í gær. Fjölnisliðið náði að jafna í 1-1 en þá komu þrjú Eyjamörk í röð og ÍBV-liðið var síðan komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9. ÍBV liðið komst mest sextán mörkum yfir, 30-14, en Fjölnisstelpurnar löguðu aðeins stöðuna í lokin ekki síst fyrir frammistöðu Guðrúnar Jennýjar Sigurðardóttur sem skoraði þrjú mörk á lokakaflanum. Ester Óskarsdóttir heldur áfram að spila vel með ÍBV en hún var markahæst á vellinum í kvöld með sjö mörk. Fjögur marka hennar komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins á meðan Eyjakonur komust í 11-4. Þetta var síðasti leikurinn í áttundu umferð. ÍBV er í 3. til 4. sæti ásamt Fram en bæði lið eru með 10 stig. Valskonur eru með fjórtán stig og Haukar eru með ellefu stig.ÍBV - Fjölnir 33-22 (16-9)Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 5, Asuncion Batista 3, Greta Kavaliuskaite 3, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1.Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 6, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Diljá Baldursdóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
ÍBV vann ellefu marka sigur á Fjölni í áttundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Þetta var þriðji heimasigur ÍBV-liðsins í röð og liðið nálgaðist topplið Vals sem tapaði stigi á heimavelli í gær. Fjölnisliðið náði að jafna í 1-1 en þá komu þrjú Eyjamörk í röð og ÍBV-liðið var síðan komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9. ÍBV liðið komst mest sextán mörkum yfir, 30-14, en Fjölnisstelpurnar löguðu aðeins stöðuna í lokin ekki síst fyrir frammistöðu Guðrúnar Jennýjar Sigurðardóttur sem skoraði þrjú mörk á lokakaflanum. Ester Óskarsdóttir heldur áfram að spila vel með ÍBV en hún var markahæst á vellinum í kvöld með sjö mörk. Fjögur marka hennar komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins á meðan Eyjakonur komust í 11-4. Þetta var síðasti leikurinn í áttundu umferð. ÍBV er í 3. til 4. sæti ásamt Fram en bæði lið eru með 10 stig. Valskonur eru með fjórtán stig og Haukar eru með ellefu stig.ÍBV - Fjölnir 33-22 (16-9)Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 5, Asuncion Batista 3, Greta Kavaliuskaite 3, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1.Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 6, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Diljá Baldursdóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira