Íslenski boltinn

Ejub áfram með Ólsara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ejub gengur af velli á Akranesi eftir fallið úr Pepsi-deildinni.
Ejub gengur af velli á Akranesi eftir fallið úr Pepsi-deildinni. Vísir/Hanna
Ejub Purisevic er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Víking Ólafsvík en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Mikil óvissa hefur verið um framtíð Ejubs eftir að Ólsarar féllu úr Pepsi-deildinni en nú er orðið ljóst að hann verður áfram sem eru ekkert minna en frábær tíðindi fyrir félagið.

Ejub hefur stýrt Ólsurum í fjórtán ár eða síðan 2003 fyrir utan sumarið 2009 þegar að liðið féll niður í 2. deildina. Hann kom Ólsurum beint upp aftur og hefur liðið nú spilað þrjár af síðustu fjórum leiktíðum í Pepsi-deildinni.

Ólsarar eru búnir að missa Þorstein Má Ragnarsson, Kenan Turudija og markvörðinn Christian Martínez eftir tímabilið en fram kemur í tilkynningu Ólsarar að frekari og góðra frétta er að vænta af leikmannamálum fyrir vestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×