Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:23 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að konan hafi mátt vita að árásin gæti leitt til dauða mannsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ingibjörgu Evu Löve til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og vörslu fíkniefna. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi í Reykjavík aðfaranótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn. Með konunni í för var vinur hennar og var þeim gefið að sök að hafa ruðst grímuklædd inn á heimili fyrrverandi kærasta Ingibjargar og slegið hann nokkrum sinnum með hafnaboltakylfu, sem þau skiptust á að beita. Meðal annars komu höggin í höfuð mannsins en hann hlaut 3 cm langan skurð á hnakka, skrámur og marbletti á hálsi, stóran marblett yfir vinstri öxl og önnur meiðsli. Á meðan á þessari atlögu stóð stakk Ingibjörg manninn með hníf í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð hægra megin á brjóstkassa. Samkvæmt dómi Héraðsdóms mátti litlu muna að hnífurinn snerti innri líffæri. Stungan lá nálægt slagæð aftan við rifbein og hefði hún getað valdið alvarlegri blæðingu. Vinurinn sem var með í för var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás en einungis sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Ingibjörg Eva hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Ingibjörg brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með. Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Myndin er úr safni.Vísir/DaníelKannaðist fyrst ekki við neinn hníf Lögreglan ræddi fyrst við Ingibjörgu í lögreglubifreið en var hún mjög æst og talaði samhengislaust í hringi. í skýrslu lögreglu kemur fram að hún hefði verið í slitróttu sambandi við manninn og hún hafi verið orðin „leið á kjaftæði og illri meðferð og ákveðið að „feisa“ hann,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Henni hafi verið mjög brugðið þegar hún hringdi í manninn og kvenmaður svaraði í símann. Í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu sagði Ingibjörg að erindið við fyrrverandi kærastann hafi verið að skila honum nokkru magni taflna sem hann átti. Þau hafi áður verið að hittast. Hún hafi hringt í hann og kona hafi svaraði í símann sem hafi haft í hótunum við sig. Hún hafi orðið reið og fengið félaga sinn til að koma með sér til að vernda hana. Hún sagðist kannast við að hafa tekið með sér hafnaboltakylfu og rafbyssu en sagðist ekki kannast við hníf. Hún sagðist hafa orðið „ógeðslega reið“ og ætlað að lemja konuna. hún mundi eftir að hafa sveiflað kylfunni, miðað á fyrrverandi kærastann og slegið hann. Hann hafi náð af henni kylfunni og þau lent á gólfinu. Annars bar Ingibjörg að mestu fyrir sig minnisleysi um önnur atvik. Í skýrslu lögreglu segir að framburður hennar hafi verið bæði ruglingslegur og ótrúverðugur. Hún sagðist hafa drukkið mikið um nóttina og notað bæði fíkniefni og lyf. Aðspurð um framburð brotaþola um að hún hefði stungið hann sagðist hún ekki vita um það. Hún væri ekki með sjálfri sér þegar hún fengi reiðiköst og mundi því ekki hvað hefði gerst. Í seinni yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hún muna eftir að brotaþoli hefði otað að henni hnífnum hennar en að sennilega hafi hún misst hann úr buxnavasa sínum þegar hún sparkaði upp fyrir sig. Hún sagðist hafa reynt að verja sig og tekið um hnífinn með hægri hendinni og utan um höndina á honum. Hún sagðist hafa baslað við að ná hnífnum með báðum höndum. Hún hafi heyrt vitni öskra „hnífur“ og þá hefi hún rifið hnífinn úr höndum brotaþola og skorið sig á hendi í leiðinni. Á þessum tímapunkti hafi vinur hennar komið og neglt hendi hennar í vegg og náð hnífnum af henni. Þá taldi hún líklegt að brotaþoli hafi verið stunginn í þessari atburðarás. Eftir þetta hafi hún séð blóð og brotaþola alblóðugan. Í þriðju yfirheyrslu bar Ingibjörg kennsl á fjaðurhníf sem lögregla fann á vettvangi. Hún sagðist finna fyrir öryggi í því að hafa hnífinn á sér enda hafi hún lent í mörgum atvikum í undirheimum Reykjavíkur. Aðspurð hvort hún hafi verið með hníf á sér umrætt kvöld taldi hún það öruggt. Hún sagði líklegt að hnífurinn hefði dottið úr buxnavasa hennar þegar hún lá á bakinu. Í þeim átökum hafi vinurinn verið og sagði hún hugsanlegt að hann hefði ýtt brotaþola á hnífinn fyrir slysni.Framburðurinn ekki trúverðugur Í yfirheyrslum sagði vinurinn, sem var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, að hann kannaðist við að hafa farið með vinkonu sinni til brotaþola. Tilgangurinn hafi verið sá að hefna sín eftir „drama“ tengt símtali. Hann kannaðist við að hún hafi ráðist á manninn með kylfunni þegar til hans var komið. Hann heyrði þyt í kylfunni þegar útidyrnar voru opnaðar en sá ekki hvað gerðist. Í framhaldinu hafi orðið slagsmál á ganginum en fleira fólk var á staðnum. Hann sagðist meðal annars hafa reynt að nota rafstuðbyssu en einnig að hann hafi reynt að skakka leikinn, meðal annars með því að reyna að fjarlægja kylfuna, en honum hafi brugðið þegar hann áttaði sig að hann þekkti brotaþola. Hann sagði hugsanlegt að hann hafi gefið frá sér högg en hann hafi ekki vitað fyrr en kallað var „hnífur“ og hafi þá séð Ingibjörgu halda á hníf en hann hafi tekið um höndina á henni og skellt henni „í hliðina á tröppunni“ svo hún missti hnífinn. Hann sagðist hafa tekið þátt í þessu með Ingibjörgu því hún væri besta vinkona hans og hann hafi viljað hjálpa henni en líka gæta hennar því hún ætti það til að vera mjög skapbráð. Sagði hann að honum hefði fundist þetta „sniðug hugmynd“ vegna vímuástands. Dómurinn taldi framburð Ingibjargar Evu ekki trúverðugan. Hins vegar taldi dómurinn framburð brotaþola í málinu trúverðugan en bæði við skýrslutöku hjá lögreglu, á slysadeild og fyrir dómi sagði hann að Ingibjörg Eva hafi veitt honum áverka með hnífnum. Dómurinn taldi sannað miðað við frásögn brotaþola og vitna að Ingibjörg Eva hafi dregið upp fjarðurhníf sinn og stungið brotaþola innandyra á gangi framan við útidyr en í framhaldinu verið afvopnuð í útitröppum.Átti að vita að árásin gæti valdið dauðaÞá segir einnig í niðurstöðu héraðsdóms að þó að það sé ekki sannað að Ingibjörg Eva hafi ætlað sér að bana manninum hafi atlaga hennar að honum verið heiftúðugu. Hún hafi ekki linnt látum þó að hann stæði vopnlaus fyrir framan hana með sár eftir höfuðhögg sem hún hafi veitt honum. Hún hafi stungið hann með hníf sem hún vissi að væri flugbeittu og hafi henni átt að vera ljóst að hún hefði getað orðið honum að bana. Það þótti aldrei ljóst að vinurinn hafi beitt hafnaboltakylfunni á brotaþola. Hann hafi einungis kannast við að hafa tekið þátt í slagsmálum sem brutust út í kjölfarið og að hafa fjarlægt kylfuna þegar honum þótti of langt gengið. Hvorki Ingibjörg Eva, brotaþoli né önnur vitni báru um það fyrir dómi að hann hafi lamið brotaþola með kylfunni. Sem fyrr segir var Ingibjörg Eva dæmd í fimm ára fangelsi. Þá voru gerð upptæk 3,9 grömm af marijúana sem hún var með umrætt kvöld. Henni var einnig gert að greiða brotaþola í málinu 800 þúsund krónur og þá greiðir hún allan sakarkostnað. Vinurinn, sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás var einungis sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna. Er honum gert að greiða 75 þúsund króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal hann sæta 6 daga fangelsi. Þá voru gerð upptæk 0,97 grömm af kókaíni sem hann var með umrætt kvöld. Dómsmál Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. 10. ágúst 2017 15:19 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ingibjörgu Evu Löve til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og vörslu fíkniefna. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi í Reykjavík aðfaranótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn. Með konunni í för var vinur hennar og var þeim gefið að sök að hafa ruðst grímuklædd inn á heimili fyrrverandi kærasta Ingibjargar og slegið hann nokkrum sinnum með hafnaboltakylfu, sem þau skiptust á að beita. Meðal annars komu höggin í höfuð mannsins en hann hlaut 3 cm langan skurð á hnakka, skrámur og marbletti á hálsi, stóran marblett yfir vinstri öxl og önnur meiðsli. Á meðan á þessari atlögu stóð stakk Ingibjörg manninn með hníf í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð hægra megin á brjóstkassa. Samkvæmt dómi Héraðsdóms mátti litlu muna að hnífurinn snerti innri líffæri. Stungan lá nálægt slagæð aftan við rifbein og hefði hún getað valdið alvarlegri blæðingu. Vinurinn sem var með í för var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás en einungis sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Ingibjörg Eva hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Ingibjörg brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með. Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Myndin er úr safni.Vísir/DaníelKannaðist fyrst ekki við neinn hníf Lögreglan ræddi fyrst við Ingibjörgu í lögreglubifreið en var hún mjög æst og talaði samhengislaust í hringi. í skýrslu lögreglu kemur fram að hún hefði verið í slitróttu sambandi við manninn og hún hafi verið orðin „leið á kjaftæði og illri meðferð og ákveðið að „feisa“ hann,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Henni hafi verið mjög brugðið þegar hún hringdi í manninn og kvenmaður svaraði í símann. Í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu sagði Ingibjörg að erindið við fyrrverandi kærastann hafi verið að skila honum nokkru magni taflna sem hann átti. Þau hafi áður verið að hittast. Hún hafi hringt í hann og kona hafi svaraði í símann sem hafi haft í hótunum við sig. Hún hafi orðið reið og fengið félaga sinn til að koma með sér til að vernda hana. Hún sagðist kannast við að hafa tekið með sér hafnaboltakylfu og rafbyssu en sagðist ekki kannast við hníf. Hún sagðist hafa orðið „ógeðslega reið“ og ætlað að lemja konuna. hún mundi eftir að hafa sveiflað kylfunni, miðað á fyrrverandi kærastann og slegið hann. Hann hafi náð af henni kylfunni og þau lent á gólfinu. Annars bar Ingibjörg að mestu fyrir sig minnisleysi um önnur atvik. Í skýrslu lögreglu segir að framburður hennar hafi verið bæði ruglingslegur og ótrúverðugur. Hún sagðist hafa drukkið mikið um nóttina og notað bæði fíkniefni og lyf. Aðspurð um framburð brotaþola um að hún hefði stungið hann sagðist hún ekki vita um það. Hún væri ekki með sjálfri sér þegar hún fengi reiðiköst og mundi því ekki hvað hefði gerst. Í seinni yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hún muna eftir að brotaþoli hefði otað að henni hnífnum hennar en að sennilega hafi hún misst hann úr buxnavasa sínum þegar hún sparkaði upp fyrir sig. Hún sagðist hafa reynt að verja sig og tekið um hnífinn með hægri hendinni og utan um höndina á honum. Hún sagðist hafa baslað við að ná hnífnum með báðum höndum. Hún hafi heyrt vitni öskra „hnífur“ og þá hefi hún rifið hnífinn úr höndum brotaþola og skorið sig á hendi í leiðinni. Á þessum tímapunkti hafi vinur hennar komið og neglt hendi hennar í vegg og náð hnífnum af henni. Þá taldi hún líklegt að brotaþoli hafi verið stunginn í þessari atburðarás. Eftir þetta hafi hún séð blóð og brotaþola alblóðugan. Í þriðju yfirheyrslu bar Ingibjörg kennsl á fjaðurhníf sem lögregla fann á vettvangi. Hún sagðist finna fyrir öryggi í því að hafa hnífinn á sér enda hafi hún lent í mörgum atvikum í undirheimum Reykjavíkur. Aðspurð hvort hún hafi verið með hníf á sér umrætt kvöld taldi hún það öruggt. Hún sagði líklegt að hnífurinn hefði dottið úr buxnavasa hennar þegar hún lá á bakinu. Í þeim átökum hafi vinurinn verið og sagði hún hugsanlegt að hann hefði ýtt brotaþola á hnífinn fyrir slysni.Framburðurinn ekki trúverðugur Í yfirheyrslum sagði vinurinn, sem var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, að hann kannaðist við að hafa farið með vinkonu sinni til brotaþola. Tilgangurinn hafi verið sá að hefna sín eftir „drama“ tengt símtali. Hann kannaðist við að hún hafi ráðist á manninn með kylfunni þegar til hans var komið. Hann heyrði þyt í kylfunni þegar útidyrnar voru opnaðar en sá ekki hvað gerðist. Í framhaldinu hafi orðið slagsmál á ganginum en fleira fólk var á staðnum. Hann sagðist meðal annars hafa reynt að nota rafstuðbyssu en einnig að hann hafi reynt að skakka leikinn, meðal annars með því að reyna að fjarlægja kylfuna, en honum hafi brugðið þegar hann áttaði sig að hann þekkti brotaþola. Hann sagði hugsanlegt að hann hafi gefið frá sér högg en hann hafi ekki vitað fyrr en kallað var „hnífur“ og hafi þá séð Ingibjörgu halda á hníf en hann hafi tekið um höndina á henni og skellt henni „í hliðina á tröppunni“ svo hún missti hnífinn. Hann sagðist hafa tekið þátt í þessu með Ingibjörgu því hún væri besta vinkona hans og hann hafi viljað hjálpa henni en líka gæta hennar því hún ætti það til að vera mjög skapbráð. Sagði hann að honum hefði fundist þetta „sniðug hugmynd“ vegna vímuástands. Dómurinn taldi framburð Ingibjargar Evu ekki trúverðugan. Hins vegar taldi dómurinn framburð brotaþola í málinu trúverðugan en bæði við skýrslutöku hjá lögreglu, á slysadeild og fyrir dómi sagði hann að Ingibjörg Eva hafi veitt honum áverka með hnífnum. Dómurinn taldi sannað miðað við frásögn brotaþola og vitna að Ingibjörg Eva hafi dregið upp fjarðurhníf sinn og stungið brotaþola innandyra á gangi framan við útidyr en í framhaldinu verið afvopnuð í útitröppum.Átti að vita að árásin gæti valdið dauðaÞá segir einnig í niðurstöðu héraðsdóms að þó að það sé ekki sannað að Ingibjörg Eva hafi ætlað sér að bana manninum hafi atlaga hennar að honum verið heiftúðugu. Hún hafi ekki linnt látum þó að hann stæði vopnlaus fyrir framan hana með sár eftir höfuðhögg sem hún hafi veitt honum. Hún hafi stungið hann með hníf sem hún vissi að væri flugbeittu og hafi henni átt að vera ljóst að hún hefði getað orðið honum að bana. Það þótti aldrei ljóst að vinurinn hafi beitt hafnaboltakylfunni á brotaþola. Hann hafi einungis kannast við að hafa tekið þátt í slagsmálum sem brutust út í kjölfarið og að hafa fjarlægt kylfuna þegar honum þótti of langt gengið. Hvorki Ingibjörg Eva, brotaþoli né önnur vitni báru um það fyrir dómi að hann hafi lamið brotaþola með kylfunni. Sem fyrr segir var Ingibjörg Eva dæmd í fimm ára fangelsi. Þá voru gerð upptæk 3,9 grömm af marijúana sem hún var með umrætt kvöld. Henni var einnig gert að greiða brotaþola í málinu 800 þúsund krónur og þá greiðir hún allan sakarkostnað. Vinurinn, sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás var einungis sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna. Er honum gert að greiða 75 þúsund króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal hann sæta 6 daga fangelsi. Þá voru gerð upptæk 0,97 grömm af kókaíni sem hann var með umrætt kvöld.
Dómsmál Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. 10. ágúst 2017 15:19 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21
Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. 10. ágúst 2017 15:19