Lífeyrissjóðir keyptu hlutabréf í Silicor fyrir rúman milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Silicor hafði fengið lóð á Katanesi á Grundartanga áður en samningum við Faxaflóahafnir var rift. Vísir/aðsend Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira