Aðventan nálgast: Dónalegar jólapeysur og dásamlegar dragtir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:30 Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum. Jól Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum.
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira