„Mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefnda segir að það sé mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. VÍSIR/ERNIR „Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni. Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni.
Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15