ISIS-liðar réðust á sjónvarpsstöð í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Hermenn að brjóta sér leið inn í höfuðstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna. Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna.
Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira