Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:04 Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. Vísir/ernir Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira