Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 06:41 Melania og Donald Trump lentu í Suður-Kóreu nú í morgun. Utanríkisráðherra landsins, Kang Kyung-wha, sést hjá á milli þeirra hjóna. Visir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25