Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2017 21:54 Svavar Gestsson á Staðarhóli í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34