Næstum því hundrað stiga leikur hjá Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 19:15 James Harden. Vísir/Getty James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira