Heilu brettin af Arnaldi mokast út Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2017 15:48 Sjö þúsund eintök af nýjustu bók Arnaldar eru nú farin af lager. Forleggjari hans lætur prenta heilu stæðurnar af Myrkrið veit. Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira