Innlent

Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó

Árni Sæberg skrifar
Áreitnin er sögð hafa átt sér stað við Austurbæjarbíó, sem stendur við Snorrabraut.
Áreitnin er sögð hafa átt sér stað við Austurbæjarbíó, sem stendur við Snorrabraut. Vísir/Lýður Valberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, segir í samtali við Vísi að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu í morgun. Hann sé grunaður um kynferðislega áreitni.

Lögreglumenn vinni nú að því að hafa uppi á manninum. Konan hafi lýst manninum og lögregla nýti lýsinguna til þess að reyna að nálgast manninn með einhverjum hætti. Þeir sem rannsaki málið séu ekki komnir aftur í hús og hann búi því ekki yfir frekari upplýsingum um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×