Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Fundurinn í Norræna húsinu hefst klukkan 14. Vísir Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13