Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Þórhildur Braga í leik með Haukum. vísir/stefán Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14