Lars segir óþarfi að óttast nýju stjórnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:48 Lars Christensen hefur meðal annars skrifað pistla í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, um árabil. VÍSIR/GVA Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira