Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Bónus hefur greinilega lækkað vöruverð sitt töluvert á fjölda vörutegunda frá opnun Costco. vísir/eyþór Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30