Vinsældir Smáralindar aukast í kaupgleðinni 4. nóvember 2017 07:00 Raðir mynduðust þegar H&M opnaði í Smáralind í lok ágúst. Vísir/eyþór Aðsókn gesta og viðskiptavina Smáralindar jókst um 31 prósent í september, miðað við sama mánuð í fyrra, og 24 prósent í október eða fyrstu mánuðina eftir opnun fatarisans H&M. Framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar finnur fyrir mikilli aukningu í kaupgleði landans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi Smáralindar, kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar segir að samkeppnisstaða verslunarmiðstöðvarinnar hafi gjörbreyst með komu H&M í lok ágúst og opnun á nýrri tískuvöruverslun Zöru. Árið hafi einkennst af miklum fjárfestingum vegna breytinga í húsinu og leigutekjur því verið lægri en áætlað var og rekstrarkostnaður hærri á stórum hluta hússins. Nú sé útlit fyrir að tekjur muni aukast umfram fyrri spár.Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar„Við finnum að verslun í Smáralind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt og leigutakar mjög ánægðir með breytingarnar. Þessi aukna aðsókn er í samræmi við okkar væntingar og við vissum að með öflugu akkeri myndi hún aukast," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Stóraukin netverslun og gjörbreytt kauphegðun nýrrar kynslóðar eru risavaxnar áskoranir fyrir verslunarmiðstöðvar, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í lok ágúst. Á sama tíma spáir Hagstofa Íslands, í nýrri Þjóðhagsspá sem birtist í gær, því að einkaneysla verði enn meiri á þessu ári en í fyrra þegar hún jókst um 7,1 prósent. Hún muni aukast um 7,8 prósent, eða meira en á árinu 2007, og kaupmáttur halda áfram að aukast. Sturla Gunnar svarar aðspurður að kærkomið hafi verið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningarnar 2017 hafi verið haldin í Smáralind. Þar kusu um 23.200 manns en Sturla bendir á að 30 þúsund hafi mætt á miðnæturopnun Smáralindar síðasta miðvikudag. „Utankjörfundaratkvæðin voru mikilvæg í sjálfu sér en einungis dropi í hafið. Í síðasta mánuði komu um 400 þúsund manns hingað. Við sjáum svo stærri daga í húsinu en það er töluvert meira að gera hér fyrir jólin en miðnæturopnunin var mjög stór dagur," segir Sturla Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Aðsókn gesta og viðskiptavina Smáralindar jókst um 31 prósent í september, miðað við sama mánuð í fyrra, og 24 prósent í október eða fyrstu mánuðina eftir opnun fatarisans H&M. Framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar finnur fyrir mikilli aukningu í kaupgleði landans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi Smáralindar, kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar segir að samkeppnisstaða verslunarmiðstöðvarinnar hafi gjörbreyst með komu H&M í lok ágúst og opnun á nýrri tískuvöruverslun Zöru. Árið hafi einkennst af miklum fjárfestingum vegna breytinga í húsinu og leigutekjur því verið lægri en áætlað var og rekstrarkostnaður hærri á stórum hluta hússins. Nú sé útlit fyrir að tekjur muni aukast umfram fyrri spár.Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar„Við finnum að verslun í Smáralind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt og leigutakar mjög ánægðir með breytingarnar. Þessi aukna aðsókn er í samræmi við okkar væntingar og við vissum að með öflugu akkeri myndi hún aukast," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Stóraukin netverslun og gjörbreytt kauphegðun nýrrar kynslóðar eru risavaxnar áskoranir fyrir verslunarmiðstöðvar, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í lok ágúst. Á sama tíma spáir Hagstofa Íslands, í nýrri Þjóðhagsspá sem birtist í gær, því að einkaneysla verði enn meiri á þessu ári en í fyrra þegar hún jókst um 7,1 prósent. Hún muni aukast um 7,8 prósent, eða meira en á árinu 2007, og kaupmáttur halda áfram að aukast. Sturla Gunnar svarar aðspurður að kærkomið hafi verið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningarnar 2017 hafi verið haldin í Smáralind. Þar kusu um 23.200 manns en Sturla bendir á að 30 þúsund hafi mætt á miðnæturopnun Smáralindar síðasta miðvikudag. „Utankjörfundaratkvæðin voru mikilvæg í sjálfu sér en einungis dropi í hafið. Í síðasta mánuði komu um 400 þúsund manns hingað. Við sjáum svo stærri daga í húsinu en það er töluvert meira að gera hér fyrir jólin en miðnæturopnunin var mjög stór dagur," segir Sturla Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira