Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:17 Þurrkar hafa valdið hungusneyð á Sahel-svæðinu. Loftslagsbreytingar munu líklega gera svæðið enn þurrara á næstu áratugum. Vísir/AFP Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF. Loftslagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF.
Loftslagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira