Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 06:30 Ekkert lát er á miklum viðskiptum Íslendinga við Costco en verð hafa hækkað frá því í sumar. vísir/Ernir Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira