James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Svona leit Jökulsárlón út árið 1984 eins og sést í þessum ramma úr James Bond-kvikmyndinni A View to a Kill. Eon Productions Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31