James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Svona leit Jökulsárlón út árið 1984 eins og sést í þessum ramma úr James Bond-kvikmyndinni A View to a Kill. Eon Productions Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent