Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:02 Framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu og síðustu þáttaröðinni í kjölfar ásakana gegn Kevin Spacey. Vísir/Getty Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær. Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær.
Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37