Lögreglan fékk tilkynningu um umferðarslys á Krýsuvíkurvegi skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sem hafnaði utanvegar á kletti.
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og eftir skoðun var hann fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu.
„Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld ökutækis en bifreiðin sem hann ók hafði verið tilkynnt stolin fyrr um daginn,“ segir í skeyti lögreglunnar.
Fá fékk lögreglan jafnframt tikynningu um rúðubrot í grunnskóla í austurborginni skömmu eftir miðnætti. Ekki er vitað hver var þar að verki.
Vímaður ökumaður hafnaði á kletti
Stefán Ó. Jónsson skrifar
