Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Carles Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli en snýr ekki strax heim. vísir/afp Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira