Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 08:00 Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira