Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2017 23:46 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38