Lífið

Jólastjarnan 2017 - Fyrsti þáttur: Sex krakkar með rosalega hæfileika

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jólastjarnan 2017 er nú formlega hafin á Stöð 2 og var fyrsti þátturinn á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Um er að ræða söngkeppni fyrir unga snillinga sjöunda árið í röð. Sigurvegarinn kemur fram í Eldborgarsal Hörpu með aragrúa af stjörnum laugardaginn 10. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.

Dómnefnd hefur valið 12 söngvara sem skara fram úr og komu fyrstu sex fram á Stöð 2 í gær.

Í dómnefndinni eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona, og Gunnar Helgason, leikstjóri og rithöfundur og auðvitað okkar ástkæri Björgvin Halldórsson.

Alls verða þættirnir þrír og verður sigurvegarinn tilkynntur þann 31. nóvember. Hér að ofan má sjá þáttinn frá því í gær í heild sinni en hér að neðan má sjá hvern keppanda fyrir sig.

Eydís Eik Sigurðardóttir - 10 ára


Bjarni Gabríel Bjarnason - 9 ára


Sóley Jóhannesdóttir - 11 ára


Guðrún Steinunn Sigurgeirsdóttir - 14 ára


Jóhanna Karen Haraldsdóttir - 14 ára


Helga Sonja Matthíasdóttir - 14 ára







Fleiri fréttir

Sjá meira


×