Grunur um stórfelld undanskot frá skatti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skattsvik undirverktaka sinna. Vísir/Valli Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira