Hrafnhildur: Erfitt fyrir mig að ætla að kenna þeim að grípa bolta núna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15