Þjónustustöðvar fyrir ferðamenn áformaðar víða um land Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hönnun Arkís á þjónustuhúsum Svarsins er sögð vera í "nútímalegum torfbæjarstíl“. Mynd/Arkís Stórtæk áform eru nú uppi hjá félaginu Svarinu ehf. um uppsetningu þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðveginn víða um land. Skipulagsstofnun kynnir hugmyndir Svarsins í bréfi til Rangárþins eystra. Þar kemur fram að einn aðstandenda félagsins, Halldór Pálsson, hafi sent stofnuninni erindi og kynnt málið starfsmönnum hennar á fundi fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Um er að ræða hugmynd um byggingu þjónustustöðva fyrir ferðamenn sem byggðar verði við þjóðvegi víðs vegar um landið. Þær verði með salernum, veitingasölu/verslun í sjálfsölum, upplýsingum til ferðamanna auk möguleika á lítilli mannaðri verslun. Þá er gert ráð fyrir hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, ruslagámum og losun fyrir salernisúrgang frá húsbílum,“ útskýrir Skipulagsstofnun. Þá segir að gert sér ráð fyrir að þjónustumiðstöðvunum sé valinn staður við þjóðveg og auk framangreindra mannvirkja verði bílastæði, hjólastæði, bekkir og borð.Halldór Pálsson, forsvarsmaður Svarsins ehf.„Með erindinu fylgdu teikningar af þjónustumiðstöð sem samanstendur af upplýsinga- og þjónusturými og gangi með salerniseiningum, en fram kemur að þjónustumiðstöðvarnar geti verið misstórar, eftir því hvað gert er ráð fyrir mörgum salernum. Auk framangreinds kalla þjónustumiðstöðvarnar á tengingu við veitur vegna vatns, rafmagns og fjarskipta, auk rotþróa,“ segir Skipulagsstofnun. Í bréfi Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra er bent á að huga þurfi að því hvernig áformin samræmist skilgreindri landnotkun og stefnu sveitarfélaga um þjónustusvæði fyrir ferðamenn. Skoða þurfi hvernig áformuð staðsetning samræmist öðru framboði á þjónustu til ferðamanna á svæðinu. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá forsvarsmönnum Svarsins í gær sendu þeir frá sér tilkynningu um málið. „Svarið ehf. hefur í samvinnu við Arkís arkitekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki, ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum unnið hörðum höndum að lausn við salernismálum okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu stöðvarnar verði settar upp á Suðurlandi á næsta ári.Þannig verður umhorfs innanhúss í þjónustumiðstöðvum Svarsins.Mynd/Arkís„Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og innihalda sjálfhreinsandi salerni sem þrífa bæði gólf og setu eftir hverja notkun. Einnig verða gagnvirk upplýsingaborð á nokkrum tungumálum með upplýsingum um nærumhverfið, internetaðgangur, hleðsla fyrir raftæki og rafbíla, íslenskur markaður, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum svo sem heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðafólk,“ segir meðal annars. „Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðvum þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mismunandi útfærslu þjónustumiðstöðvar með tilliti til staðhátta,“ undirstrikar Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkaði fyrir kynninguna en tók enga afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stórtæk áform eru nú uppi hjá félaginu Svarinu ehf. um uppsetningu þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðveginn víða um land. Skipulagsstofnun kynnir hugmyndir Svarsins í bréfi til Rangárþins eystra. Þar kemur fram að einn aðstandenda félagsins, Halldór Pálsson, hafi sent stofnuninni erindi og kynnt málið starfsmönnum hennar á fundi fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Um er að ræða hugmynd um byggingu þjónustustöðva fyrir ferðamenn sem byggðar verði við þjóðvegi víðs vegar um landið. Þær verði með salernum, veitingasölu/verslun í sjálfsölum, upplýsingum til ferðamanna auk möguleika á lítilli mannaðri verslun. Þá er gert ráð fyrir hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, ruslagámum og losun fyrir salernisúrgang frá húsbílum,“ útskýrir Skipulagsstofnun. Þá segir að gert sér ráð fyrir að þjónustumiðstöðvunum sé valinn staður við þjóðveg og auk framangreindra mannvirkja verði bílastæði, hjólastæði, bekkir og borð.Halldór Pálsson, forsvarsmaður Svarsins ehf.„Með erindinu fylgdu teikningar af þjónustumiðstöð sem samanstendur af upplýsinga- og þjónusturými og gangi með salerniseiningum, en fram kemur að þjónustumiðstöðvarnar geti verið misstórar, eftir því hvað gert er ráð fyrir mörgum salernum. Auk framangreinds kalla þjónustumiðstöðvarnar á tengingu við veitur vegna vatns, rafmagns og fjarskipta, auk rotþróa,“ segir Skipulagsstofnun. Í bréfi Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra er bent á að huga þurfi að því hvernig áformin samræmist skilgreindri landnotkun og stefnu sveitarfélaga um þjónustusvæði fyrir ferðamenn. Skoða þurfi hvernig áformuð staðsetning samræmist öðru framboði á þjónustu til ferðamanna á svæðinu. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá forsvarsmönnum Svarsins í gær sendu þeir frá sér tilkynningu um málið. „Svarið ehf. hefur í samvinnu við Arkís arkitekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki, ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum unnið hörðum höndum að lausn við salernismálum okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu stöðvarnar verði settar upp á Suðurlandi á næsta ári.Þannig verður umhorfs innanhúss í þjónustumiðstöðvum Svarsins.Mynd/Arkís„Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og innihalda sjálfhreinsandi salerni sem þrífa bæði gólf og setu eftir hverja notkun. Einnig verða gagnvirk upplýsingaborð á nokkrum tungumálum með upplýsingum um nærumhverfið, internetaðgangur, hleðsla fyrir raftæki og rafbíla, íslenskur markaður, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum svo sem heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðafólk,“ segir meðal annars. „Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðvum þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mismunandi útfærslu þjónustumiðstöðvar með tilliti til staðhátta,“ undirstrikar Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkaði fyrir kynninguna en tók enga afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira