Lítil verðbólga hér ekki merkileg í alþjóðlegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 18:30 Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér. Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér.
Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15