Vala Matt táraðist næstum því yfir sósu Evu Laufeyjar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2017 13:30 Eva og Vala saman í eldhúsinu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld fer Vala Matt og heimsækir sjónvarpskokkinn hana Evu Laufeyju og fékk að skoða ísskápinn hennar en Eva Laufey hefur alveg slegið í gegn ásamt Gumma Ben í sjónvarpsþáttunum Ísskápastríðið. Þar var sannarlega ísskápur eins og á flottu sveitasetri úti á landi, enda býr Eva Laufey á Akranesi. Svo kenndi Eva Völu hvernig hún gerir kjúklingarétt með svo himneskri sósu að Vala næstum táraðist. Kjúklingaréttur með beikon rjómasósu 2 msk ólífuolía 6 sneiðar beikon, smátt skorið 10 sveppir, smátt skornir 1/2 laukur, smátt skorinn 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt skorið 600-700 g kjúklingakjöt, t.d. bringur 1/2 kjúklingakrafts teningur 350 ml rjómi Salt og nýmalaður pipar eftir smekk Aðferð: Hitið olíuna við vægan hita á pönnu. Steikið beikon, sveppi og lauk. Saxið ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnuna. Hellið rjómanum saman við og leyfið þessu að malla við vægan hita í 4-5 mínútur, kryddið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Skolið kjúklingakjötið vel, skerið í litla bita og leggið kjötið í eldfast mót. Kryddið kjötið með salti og pipar. Hellið rjómasósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180* C í 30-35 mínútur. Gjarnan má setja smá parmesan ost yfir áður en sett er í ofninn. Berið réttinn fram til dæmis með hrísgrjónum og fersku salati. Sósan passar vel með öllu kjöti og einnig fiski. Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld fer Vala Matt og heimsækir sjónvarpskokkinn hana Evu Laufeyju og fékk að skoða ísskápinn hennar en Eva Laufey hefur alveg slegið í gegn ásamt Gumma Ben í sjónvarpsþáttunum Ísskápastríðið. Þar var sannarlega ísskápur eins og á flottu sveitasetri úti á landi, enda býr Eva Laufey á Akranesi. Svo kenndi Eva Völu hvernig hún gerir kjúklingarétt með svo himneskri sósu að Vala næstum táraðist. Kjúklingaréttur með beikon rjómasósu 2 msk ólífuolía 6 sneiðar beikon, smátt skorið 10 sveppir, smátt skornir 1/2 laukur, smátt skorinn 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt skorið 600-700 g kjúklingakjöt, t.d. bringur 1/2 kjúklingakrafts teningur 350 ml rjómi Salt og nýmalaður pipar eftir smekk Aðferð: Hitið olíuna við vægan hita á pönnu. Steikið beikon, sveppi og lauk. Saxið ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnuna. Hellið rjómanum saman við og leyfið þessu að malla við vægan hita í 4-5 mínútur, kryddið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Skolið kjúklingakjötið vel, skerið í litla bita og leggið kjötið í eldfast mót. Kryddið kjötið með salti og pipar. Hellið rjómasósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180* C í 30-35 mínútur. Gjarnan má setja smá parmesan ost yfir áður en sett er í ofninn. Berið réttinn fram til dæmis með hrísgrjónum og fersku salati. Sósan passar vel með öllu kjöti og einnig fiski.
Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira