Sigurvegarinn fær afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Arna Ýr fær mikla athygli og er undantekningalaust spáð í topp tíu. Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið. Miss Universe Iceland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið.
Miss Universe Iceland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira