Auglýsingatekjur fjölmiðla helmingast frá 2007 Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 19:04 Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa lækkað frá árinu 2007. 365/Anton Brink Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa helmingast að raunvirði frá árinu 2007. Þetta kemur fram í úttekt frá Hagstofu Íslands sem fjallar um þróun auglýsingatekna hér á landi árin 1996-2015. Auglýsingatekjur fjölmiðla námu, árið 2015, tæpum 12 milljörðum króna. Það samsvarar um 36 þúsund krónum á hvern landsmann. Á árunum 2007-2009 féllu tekjurnar um 68 af hundraði en hafa síðan aukist jafnt og þétt og voru árið 2015 53 af hundraði lægri en þegar best lét árið 2007. Fréttablöð (dagblöð og vikublöð) eru mikilvægasti auglýsingamiðillinn hér á landi en 43 prósent auglýsingatekna féllu í þeirra skaut samkvæmt mælingum ársins 2015. Sjónvarpsauglýsingar koma því næst með um 21 prósenta hlut. Því næst hljóðvarp með ríflega 15 prósent hlut og vefmiðlar með 13 prósent. Hlutdeild annarra miðla var töluvert lægri, en 6 prósent féllu til tímarita og rétt um 2 prósent til kvikmyndahúsa og í útgáfu og dreifingu mynddiska. Samanlagðar auglýsingatekjur fjölmiðla hér á landi eru þónokkuð lægri en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Þar standa öll lönd framar Íslendingum þegar kemur að birtingu og flutningi auglýsinga, að Finnum undanskildum. Nánari upplýsingar á úttektinni má nálgast á vef Hagstofu Íslands. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa helmingast að raunvirði frá árinu 2007. Þetta kemur fram í úttekt frá Hagstofu Íslands sem fjallar um þróun auglýsingatekna hér á landi árin 1996-2015. Auglýsingatekjur fjölmiðla námu, árið 2015, tæpum 12 milljörðum króna. Það samsvarar um 36 þúsund krónum á hvern landsmann. Á árunum 2007-2009 féllu tekjurnar um 68 af hundraði en hafa síðan aukist jafnt og þétt og voru árið 2015 53 af hundraði lægri en þegar best lét árið 2007. Fréttablöð (dagblöð og vikublöð) eru mikilvægasti auglýsingamiðillinn hér á landi en 43 prósent auglýsingatekna féllu í þeirra skaut samkvæmt mælingum ársins 2015. Sjónvarpsauglýsingar koma því næst með um 21 prósenta hlut. Því næst hljóðvarp með ríflega 15 prósent hlut og vefmiðlar með 13 prósent. Hlutdeild annarra miðla var töluvert lægri, en 6 prósent féllu til tímarita og rétt um 2 prósent til kvikmyndahúsa og í útgáfu og dreifingu mynddiska. Samanlagðar auglýsingatekjur fjölmiðla hér á landi eru þónokkuð lægri en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Þar standa öll lönd framar Íslendingum þegar kemur að birtingu og flutningi auglýsinga, að Finnum undanskildum. Nánari upplýsingar á úttektinni má nálgast á vef Hagstofu Íslands.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira