PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Gert er ráð fyrir að ofninn verði ræstur í byrjun janúar. mynd/gaukur hjartarson Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn
Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15