Lífið

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er Kór Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum. Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í kvöld. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld og lauk upp úr klukkan 21. Kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd.

Kórar Íslands er skemmtiþáttur sem var á dagskrá Stöðvar 2 í fyrsta skipti í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, var kynnir þáttanna. Dómnefndina skipuðu tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Kórarnir sem kepptu til sigurs voru Vox, Felix, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Gospelkór Jón Vídalíns, Spectrum, Kór Lindakirkju og Karlakórinn Esja.

Hægt er að sjá flutning kóranna sem skiluðu þeim í úrslitaþáttinn hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×