Enn ein fjöldagröf ISIS fundin í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 22:56 Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Vísir/AFP Írakar hafa fundið enn eina fjöldagröfina sem vígamenn Íslamska ríkisins skyldu eftir sig. Að þessu sinni er talið að minnst 400 líkum hafi verið hent ofan í holur nærri bænum Hawija í norðurhluta Írak. Nánar tiltekið nærri herstöð við bæinn og ríkisstjóri svæðisins segir einhverjir hinna látnu hafi verið klæddir í fangabúninga. Íslamska ríkið hertók stóra hluta landsins í leiftursókn um sumarið 2014. Hermenn köstuðu niður vopnum sínum og fóru jafnvel úr herbúningum sínum og flúðu. Fjölmargir voru þó handsamaðir af vígamönnum ISIS og er talið að þúsundir hermanna hafi verið myrtir. Hermenn, lögregluþjónar og fjölskyldur þeirra voru eltar uppi. Þá dreifðu hryðjuverkasamtökin myndböndum af fjöldaaftökum um internetið. Írakski herinn rak ISIS-liða frá Hwija í október og er yfirráðasvæði ISIS í Írak orðið að nánast engu. Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Fæstar grafirnar hafa verið skoðaðar af mikilli nákvæmni vegna, meðal annars, fjárskorts. Þá hefur einnig komið í ljós að ISIS-liðar hafa komið fyrir sprengjum og gildrum í mörgum fjöldagröfum sem gerir erfitt að grafa upp líkamsleifar.Sjá einnig: Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við MosulAFP fréttaveitan segir að nýjasta fjöldagröfin hafi fundist eftir ábendingar heimamanna. Bóndi af svæðinu þar sem gröfin fannst sagði fréttaveitunni að á meðan að þriggja ára ógnarstjórn ISIS stóð yfir hafi vígamenn ítrekað sést keyra með fanga sína á svæðið þar sem gröfin fannst. „Þeir skutu þá og köstuðu þeim í holur eða brenndu lík þeirra,“ sagði Saad Abbas. Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Írakar hafa fundið enn eina fjöldagröfina sem vígamenn Íslamska ríkisins skyldu eftir sig. Að þessu sinni er talið að minnst 400 líkum hafi verið hent ofan í holur nærri bænum Hawija í norðurhluta Írak. Nánar tiltekið nærri herstöð við bæinn og ríkisstjóri svæðisins segir einhverjir hinna látnu hafi verið klæddir í fangabúninga. Íslamska ríkið hertók stóra hluta landsins í leiftursókn um sumarið 2014. Hermenn köstuðu niður vopnum sínum og fóru jafnvel úr herbúningum sínum og flúðu. Fjölmargir voru þó handsamaðir af vígamönnum ISIS og er talið að þúsundir hermanna hafi verið myrtir. Hermenn, lögregluþjónar og fjölskyldur þeirra voru eltar uppi. Þá dreifðu hryðjuverkasamtökin myndböndum af fjöldaaftökum um internetið. Írakski herinn rak ISIS-liða frá Hwija í október og er yfirráðasvæði ISIS í Írak orðið að nánast engu. Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Fæstar grafirnar hafa verið skoðaðar af mikilli nákvæmni vegna, meðal annars, fjárskorts. Þá hefur einnig komið í ljós að ISIS-liðar hafa komið fyrir sprengjum og gildrum í mörgum fjöldagröfum sem gerir erfitt að grafa upp líkamsleifar.Sjá einnig: Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við MosulAFP fréttaveitan segir að nýjasta fjöldagröfin hafi fundist eftir ábendingar heimamanna. Bóndi af svæðinu þar sem gröfin fannst sagði fréttaveitunni að á meðan að þriggja ára ógnarstjórn ISIS stóð yfir hafi vígamenn ítrekað sést keyra með fanga sína á svæðið þar sem gröfin fannst. „Þeir skutu þá og köstuðu þeim í holur eða brenndu lík þeirra,“ sagði Saad Abbas.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira