Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 21:31 Donald Trump og Kim Jong Un Vísir/Getty/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu er alls ekki sátt við Asíuferð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð með ferð sinni og að ferðin hafi ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. Í tilkynningu frá Norður-Kóreu segir að Trump hafi sýnt sitt rétta eðli og að ferð hans sé eingöngu til þess fallin að safna bandamönnum til að neyða Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, sem sé eingöngu ætluð til varnar.Trump er nú í tæplega tveggja vikna ferð um Asíu þar sem Norður-Kórea hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Í tilkynningu Norður-Kóreu er bent á það að ferð Trump var sett á laggirnar skömmu eftir „geðsjúk“ ummæli hans um eyðingu Norður-Kóreu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Trump hefur ítrekað hótað því að eyða Norður-Kóreu. Þegar Trump hélt ræðu fyrir þing Suður-Kóreu sagði hann að kjarnorkuvopn myndu ekki gera Norður-Kóreu öruggari. Þess í stað væri ógnin gagnvart einræðisstjórn landsins meiri með hverju skrefi sem ríkið taki í átt að kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum sem borið geta kjarnorkuvopn til stranda Bandaríkjanna. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu er alls ekki sátt við Asíuferð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð með ferð sinni og að ferðin hafi ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. Í tilkynningu frá Norður-Kóreu segir að Trump hafi sýnt sitt rétta eðli og að ferð hans sé eingöngu til þess fallin að safna bandamönnum til að neyða Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, sem sé eingöngu ætluð til varnar.Trump er nú í tæplega tveggja vikna ferð um Asíu þar sem Norður-Kórea hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Í tilkynningu Norður-Kóreu er bent á það að ferð Trump var sett á laggirnar skömmu eftir „geðsjúk“ ummæli hans um eyðingu Norður-Kóreu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Trump hefur ítrekað hótað því að eyða Norður-Kóreu. Þegar Trump hélt ræðu fyrir þing Suður-Kóreu sagði hann að kjarnorkuvopn myndu ekki gera Norður-Kóreu öruggari. Þess í stað væri ógnin gagnvart einræðisstjórn landsins meiri með hverju skrefi sem ríkið taki í átt að kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum sem borið geta kjarnorkuvopn til stranda Bandaríkjanna.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira