Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 13:27 Frá vettvangi á Hagamel í september. Vísir Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“ Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00